278 Delicate Orchid
Tilia er hágæða garn, spunnið úr 70% kidmohair og 30% mórberjasilki. Mohair hefur alla góðu eiginleika ullarinnar, það er hlýtt og dregur í sig raka. Mohairþræðirnir hafa meiri glans en ullarþræðir og eru ögn sterkari. Silki hefur í áraraðir verið eitt af eftirsóttustu efnum í textil. Silkiþráðurinn er glansandi, sterkur og þægilegur við húð. Blanda af silki og mohair gefur okkur létt og fallegt garn.
Mohairþræðirnir koma frá angórugeitum en þær eiga uppruna í Ankara í Tyrklandi. Orðið mohair á rætur sínar að rekja til Arabísku og stundum er angórugeitin kölluð mohairgeit. Tilia er spunnið úr mohair frá býlum í Suður Afríku
Mórberjasilki er talið besta silkið sem finnst. Glansandi og sterkari en annað silki. Silkið hefur verið framleitt í mörg þúsund ár í Kina og mikilvæg útflutningsvara þar í landi.
Tilia er hægt að nota eitt og sér, einfalt eða tvöfalt eða sem fylgiþráð með öðru garni eins og Saga, Alva, Arwetta og Pernilla.
kr.1.780
Availability: 14 á lager
Ráðgjöf
Fáðu aðstoð við að velja rétt garn og/eða rétta liti í s: 856 0533
Viltu að við vindum hespurnar fyrir þig?
Óskaðu eftir því í athugasemd í netpöntun.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.