353 Fresia
Tilia er hágæða garn, spunnið úr 70% kidmohair og 30% mórberjasilki. Mohair hefur alla góðu eiginleika ullarinnar, það er hlýtt og dregur í sig raka. Mohairþræðirnir hafa meiri glans en ullarþræðir og eru ögn sterkari. Silki hefur í áraraðir verið eitt af eftirsóttustu efnum í textil. Silkiþráðurinn er glansandi, sterkur og þægilegur við húð. Blanda af silki og mohair gefur okkur létt og fallegt garn.
Mohairþræðirnir koma frá angórugeitum en þær eiga uppruna í Ankara í Tyrklandi. Orðið mohair á rætur sínar að rekja til Arabísku og stundum er angórugeitin kölluð mohairgeit. Tilia er spunnið úr mohair frá býlum í Suður Afríku
Mórberjasilki er talið besta silkið sem finnst. Glansandi og sterkari en annað silki. Silkið hefur verið framleitt í mörg þúsund ár í Kina og mikilvæg útflutningsvara þar í landi.
Tilia er hægt að nota eitt og sér, einfalt eða tvöfalt eða sem fylgiþráð með öðru garni eins og Saga, Alva, Arwetta og Pernilla.
kr.1.780
Vörunúmer
TL353
Vöruflokkar Filcolana Tilia, Tilia
Availability: 25 á lager
Ráðgjöf
Fáðu aðstoð við að velja rétt garn og/eða rétta liti í s: 856 0533
Viltu að við vindum hespurnar fyrir þig?
Óskaðu eftir því í athugasemd í netpöntun.